Posted on

Þakklæti

Hvað ert þú þakklát/ur fyrir í dag?

Hvað ert þú þakklát/ur fyrir í dag?

Hvað um þessa vikuna?

Hefur þú gefið þér tíma til að vera þakklát/ur fyrir það sem þú hefur?

Með öllu sem er í gangi í okkar lífi þá getur verið auðvelt að gleyma sér í þeim áskorunum og vandamálum sem koma upp hjá okkur.

Oftar en ekki setjum við ánægju okkar og vellíða í aftursætið þar til að við afrekum eða leysum eitthvað vandamál fyrir framan okkur..

Ótrúlegt en satt getur það gerst að við frestum þakklæti enn lengur þar til næstu afrek og vandamál eru leyst…  aftur og aftur…

Jafnvel verra, hvað ef áskorunin er svo stór að hún taki margar vikur að klárast… hvað þá mánuði – eða jafnvel ár?

Á hvaða tímapunkti eigu við að leyfa okkur að vera setja vellíðan í hæðsta forgang?

Eitt það ótrúlegasta sem ég uppgvötaði er að ánægja er hæfileiki sem þú lærir og æfir. Rétt eins og íþróttafólk verður betra við æfingu þá getur þú lært ánægju og þakklæti með að gefa því tíma.

Eina sem þarf að gera er að setja minnsti 10 min í byrjun og lok dags til að hugsa eitthvað þrennt sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þetta getur verið heilsa, fólk, umhverfið, landið, upplýsingar, eignir, húsnæði og í raun hvað sem er sem þú ert ánægð/ur með að hafa í dag…

Fyrir hvert val skaltu loka augunum og sjá fyrir þér aðstæður sem tengist því sem þú valdir og upplifa tilvikið aftur í huganum. Hugsa svo fleira sem það hefur gefið þér og hvað það gæti gefið þér í framtíðinni. Taktu þér góðan tíma til að njóta, þetta er tími þar sem þú sjálf/ur ert í forgang.

Góð regla er að hugsa á morgnana um hvað sem er – sem þú ert þakklát/ur fyrir, en á kvöldin aðeins eitthvað sem þú upplifðir eða notaðir þann daginn. Það getur verið erfitt til að byrja með að finna eitthvað þrennt en með æfingu þá verður auðveldara og á endanum verður erfitt að finna ekki eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir í öllum aðstæðum.

Fyrir marga er þetta mjög strembið og það er í lagi að byrja smærra, farðu á þínum eigin hraða, það sem skiptir mestu máli er að halda rútínunni við. Heilinn geymir það sem við gefum fulla athygli, sérstaklega ef það fylgir mikil upplifun. Með því að minna heilann á það góða þá safnarðu upp í ánægju banka sem mun ávallt fylgja þér.

Þessi grunnur hefur veitt mér stanslausa ánægju á hverjum degi með þvi að sjá allt það frábæra sem lífið hefur uppá að bjóða. Einnig sé ég mun fleiri tækifæri þar sem það er orðið mjög auðvelt að sjá það góða í öllum aðstæðum. Alveg sama hvað kemur upp þá virkar þessi tækni til að minna á hvað þú átt frábært líf og hvað þú hefur núna sem þú getur nýtt þér.

Þeir sem þekkja til mín hafa séð áránginn og vöxtinn sem ég hef náð seinustu ár. Nú hef ég sett mér markmið að deila því sem ég hef lært svo fleiri geti notið. Ég bíð spenntur eftir að heyra frá þeim sem taka þetta upp og þeim sem hafa svipaða rútínu nú þegar.

Hvað ert þú þakklát/ur fyrir akkúrat núna?